Skilmálar

Vefverslun Kvaka er rekin af Sýslið verkstöð ehf. Kt. 430620-1690, VSK númer: 140471. Öll ákvæði skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmálanna skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000, ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað. Í skilmálum þessum og öllu því er viðkemur Kvaka er Sýslið verkstöð ehf. ábyrgðaraðili.

Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er. Sé varan ekki fáanleg eða til á lager er haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Kvaka áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta verði og breyta vörutegundum sem eru seldar, án fyrirvara. Pantanir er hægt að staðfesta í gegnum síma. Allar pantanir eru afhentar með Íslandspósti og afhending, flutningur og tryggingarskilmálar Íslandspóst gilda um afhendinguna. Kvaka ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

Skilafrestur og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup, svo framarlega sem varan sé ónotuð og vörunni er skilað óskemmdri og í upprunalegu ástandi. Reikningurinn fyrir vöruna sem áætlað er að skipta/skila þarf að fylgja. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Endurgreiðsla er gerð að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og vörunni hefur verið skilað til seljanda. Vinsamlegast hafið samband við kvaka@kvaka.is ef spurningar vakna.

Verð

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um villur. Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara og Kvaka áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. T.d. ef verð vöru er rangt skráð eða hefur breyst frá skráningu, ef vörur eru ekki til eða hættar í framleiðslu o.fl. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða. Öll verð á vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heldur öllum upplýsingum frá kaupanda varðandi kaupin sem trúnaðarmál. Upplýsingar verða undir engum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Kvaka heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Undantekning á þessu eru tengiliðaupplýsingar fyrir vörur sem fara í póst. Þegar vara er pöntuð í vefverslun Kvaka eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Rapyd geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.