-17%

Teikning 1, 2 & 3

15.000 kr.

Byrjaðu nýja árið á að læra eitthvað nýtt í skemmtilegum félagsskap. Skráðu þig á 3 teikninámskeið í einu og fáðu frábæran afslátt!

Afsláttur gildir til 23. janúar 2022.

Námskeiðin eru fyrir byrjendur eða þau sem vilja bæta færni og þekkingu. Þau eru mjög góður grunnur fyrir frekari teiknun og málun.

Teikning 1 – Form & skygging

26. janúar 2022, kl. 19-22
4 kennslustundir (4x40mín)
Undirstöðuatriði í hlutateikningu. Grunnformin skoðuð, ljós og skuggar og skyggingar. Einfalt ílát teiknað og skyggt.

Teikning 2 – Þrívídd

9. febrúar 2022, kl. 19-22
4 kennslustundir (4x40mín)
Þrívídd og fjarlægðir. Kennt að teikna í þrívídd með 2 hvarfpunktum. Einfalt hús teiknað og skyggt.

Teikning 3 – Landslagsteikning

16. febrúar 2022, kl. 19-22
4 kennslustundir (4x40mín)
Landslagsteikning. Hér verður unnið með fjarlægðir og fókuspunkta, ljós og skugga. Teiknuð verður ein landslagsmynd eftir ljósmynd þar sem þessi atriði verða æfð.

Birgðastaða: 4 á lager

Kennari: Ásta Þórisdóttir

Ásta er með listmenntun í grafík frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistaragráður í listkennslu og hönnun frá Listaháskóla Íslands. Ásta er með langa reynslu af kennslu barna og fullorðinna. 

Þátttakendur fá staðfestingarskjal fyrir þátttöku og skráðar kennslustundir og geta sótt um tómstundastyrki til stéttarfélaga sinna. Námskeið hjá Sýslinu verkstöð eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.