Leir 2 - Fugl

7.500 kr.

19. janúar 2022
Kl. 19-22
4 kennslustundir (4x40mín)
7.500 krónur

Grunnatriði í mótun og meðhöndlun á leir. Kenndar samsetningar og aðferðir við mismunandi áferðir. Mótaður fugl eftir fyrirmynd í steinleir.

Innifalið er efni, áhöld og hrábrennsla. Hámarksfjöldi þátttakenda 6.

Sýslið er með þrjú sjálfstæð námskeið í leirvinnslu og eru hvert um sig eitt skipti. Það er hægt að velja að fara á eitt eða fleiri. Fyrsta og annað námskeiðið krefjast engrar forkunnáttu en á námskeiði þrjú er settur glerungur á hrábrenndan leir svo þátttakendur þurfa að hafa einhverja hluti til að vinna með, frá leirnámskeiði 1 eða 2 eða eigin hluti sem þeir hafa unnið áður og eru forbrenndir. Gott að koma með hlífðafatnað, slopp eða svuntu og inniskó. 

Birgðastaða: 4 á lager

Kennari: Ásta Þórisdóttir Ásta er með listmenntun í grafík frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistaragráður í listkennslu og hönnun frá Listaháskóla Íslands. Ásta er með langa reynslu af kennslu barna og fullorðinna.

Þátttakendur fá staðfestingarskjal fyrir þátttöku og skráðar kennslustundir og geta sótt um tómstundastyrki til stéttarfélaga sinna. Námskeið hjá Sýslinu verkstöð eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.