Lambalúlli - brúnir

9.300 kr.

Lambalúllar eru mjúkir, flatir og sætir. Þá er gott að knúsa og sofna með. Þeir koma í allskonar litum eins og íslensku lömbin og eru í náttfötum. Lilja Sigrún hefur gert Lúlla af ýmsum gerðum og litum fyrir barnabörnin sín og hafa þeir alltaf slegið í gegn, enda fer mikil ást í hvern og einn. 

Hreinsa

Flatir bangsar með haus og andlit úr þæfðri íslenskri ull. Búkurinn er úr bómullarefni, nýtt úr afgangsefni og þeir eru fylltir með ullartróði. Andlit er þæft á með nál og því engir lausir smáhlutir sem börn geta tekið af.

Þyngd 0.13 kg
Ummál 6 × 26 × 36 cm
Náttföt Lambalúlla

,