Hildur Hentze Pálsdóttir

Hildur Hentze Pálsdóttir

Hildur er bóndi á Geirmundarstöðum í Selárdal við Steingrímsfjörð. Hún vinnur vörur sínar allar úr nærumhverfinu. Hildur tálgar seli úr birki úr Selárdalnum þar sem hún býr og festir á steina sem tíndir eru í Steingrímsfirði. Hún heklar einnig sjöl sem eru unnin ýmist úr plötulopa eða bandi af hennar eigin fé. Bandið vinnur hún úr þeli og spinnur sjálf og litar með allskonar óhefðbundnum aðferðum úr náttúrulegum litum.

Vörur