Ása Ketilsdóttir

Ása Ketilsdóttir hefur lengst af búið á Laugalandi í hinum forna Nauteyrarhreppi í Ísafjarðardjúpi en er úr Aðaldal í Þingeyjasveit. Ása er þekktust sem kvæðakona og sagnaþulur og hefur hún gefið út hljóðbókina Vappaðu með mér Vala og ljóðabókina Svo mjúkt er grasið. Ása hefur verið bóndi mest allt sitt líf en blóma- og garðrækt á einnig hug hennar allan. Ása hannar og prjónar galdrapeysur úr íslenskri ull.

Vörur